Alvarlegar įsakanir og afleišingarnar geta oršiš haršar

Žangaš til annaš kemur ķ ljós ętla ég ekki aš leggja hinn minnsta trśnaš į įsakanir brasilķskrar sjónvarpsstöšvar um aš Renault hafi svindlaš sér til sigurs ķ Singapśr ķ fyrra. Hręddur er ég um aš žessi kenning sé ein afleišing af žeirri hrikalegu og langvarandi fżlu sem Nelson Piquet hefur veriš ķ eftir aš hann var settur af hjį lišinu.

Samsęriskenningar ķ žessa veru komu upp į sķnum tķma en voru fljótt afskrifašar og engin gögn komu fram er studdu žęr. Vegna nżju įsakananna er ešlilegt aš lagst verši yfir mįliš į nż, ekki sķst ef Piquet heldur žessu fram. Ž.e. aš hann hafi fengiš fyrirmęli um aš klessukeyra bķl sinn ķ kappakstrinum svo keppnisįętlun Fernando Alonso gengi upp. Hann įtti aš stoppa snemma į bensķnlitlum bķl en Piquet seint. Žęr įętlanir byggšust į tilgįtu um aš öryggisbķll yrši kallašur śt ķ brautina. 

Og žaš geršist einmitt eftir aš Piquet klessti. Alonso hafši rétt įšur stoppaš til aš taka bensķn og nż dekk. Var žvķ fyrstur er keppnin hófst aš nżju er hlutverki öryggisbķlsins var lokiš. Lét hann ekki happ śr hendi sleppa og ók til sigurs.

Vķst er aš afleišingar žessara įsakana geta oršiš alvarlegar. Reynist žęr réttar veršur bęši Renault og Piquet hegnt harkalega, jafnvel ķ keppnisbann. Komi hins vegar ķ ljós, aš um žvętting sé aš ręša eša ósannanlegar tilgįtur sleppur Renault. Verši įsakanirnar raktar til Piquet fęr hann lķklega į baukinn fyrir aš koma óorši į ķžróttina, reynist žęr stašlausar.

Žetta er aš sönnu grafalvarlegt mįl hver svo sem nišurstašan veršur. Og alls ekki sś auglżsing sem formśla-1 žarf į aš halda. Ég held hins vegar žetta sé bull og velti fyrir mér sišferši brasilķsku stöšvarinnar aš halda žessu fram įn žess aš tilgreina žaš nįnar. Til dęmist hvenęr og hvernig Piquet var bešinn aš klessa og hver eša hverjir bįšu hann um žaš.

Vęntanlega koma margir viš sögu ķ samsęri af žessu tagi; stjórnendur og ökumenn ķ žaš minnsta. Einu įžreifanlegu sönnunargögnin eru talstöšvarfjarskipti milli stjórnboršs ökumannanna. FIA hefur alltaf haft ašgang aš žeim og skošaši į sķnum tķma. Hver nżju gögnin sem brasilķska stöšin heldur fram aš séu til veršur fróšlegt aš heyra um.

Sé žar einungis um aš ręša fullyršingar Piquet žį mun hann vęntanlega sitja uppi meš žęr sjįlfur. Žaš er ekki nóg aš honum hafi veriš mislagšar hendur ķ keppni og lķtiš sżnt. Heldur hefur hann sżnt einkennilegt dómgreindarleysi frį žvķ hann var leystur undan samningi sem hann gat sjįlfur ekki efnt.  

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Jóhann Elķasson

Ég vil nś ekki alveg "gleypa" žessar įsakanir hrįar, žó svo aš Alonso sé ekki ķ uppįhaldi hjį mér, žį veit ég ekki til aš hann hafi beitt neinu óheišarlegu til aš vinna sigra hann er einfaldlega žaš góšur ökumašur, eins og hann hefur margoft sżnt, aš hann hefur ekki žurft į neinum "monkey buslness" aš halda.  En žaš veršur aš segjast aš staša Piquets ķ žessu mįli er sķšur en svo glęsileg aš mķnu mati.

Jóhann Elķasson, 1.9.2009 kl. 17:59

2 identicon

Žegar menn tala um aš dęma ekki ķ žessu mįli į žaš žį ekki viš Piquets? Menn ętla bara aš sleppa žvķ aš dęma Renault. Žaš finnst mér skrķtiš. Hélt aš best vęri aš skoša žetta žegar menn vita meira.

Ómar Mįr Žóroddsson (IP-tala skrįš) 7.9.2009 kl. 18:20

3 Smįmynd: Įgśst Įsgeirsson

Įtta mig ekki alveg į hvaš žś meinar, Ómar Mįr. Verši sannaš, aš Renault hafi svindlaš veršur lišiš dęmt hart. Įn sannana veršur hins vegar ekki hęgt aš dęma menn. 

Žaš er engin spurning, aš leggja į rįšin og valda įrekstri vķsvitandi er stór alvarlegt mįl. Bókstaflega glępsamlegt žvķ kappaksturinn er nógu hęttulegur fyrir. Ekki er ašeins ökumanni og keppinautum hans stefnt ķ voša, heldur einnig starfsmönnum móts og įhorfendum. 

Komi ķ ljós, aš įsakanirnar séu frį Piquet komnar og enginn fótur finnist fyrir žeim, žį er hann ķ miklum vanda. Annars vegar hefši hann komiš óorši į ķžróttina og hins vegar valdiš mįlažrefi meš stašlausum stöfum. Žaš er žaš sem įtt er viš žegar ég segi hann gęti veriš ķ miklum vanda vegna mįlsins.

Hafi hann samiš viš FIA um aš kjafta frį einhverju misjöfnu sleppur hann kannski viš refsingu. En reynist allt rétt, meš samsęriš um aš hafa įhrif į śrslitin, žį hefur hann tekiš žįtt ķ žvķ samsęri. Žaš eitt śtaf fyrir sig er saknęmt.

Mér finnst ótrślegt eftir allar yfirlżsingarnar frį honum og slakan įrangur, aš hann eigi afturkvęmt ķ formśluna. Ekki sķst eftir aš ekkert varš śr kaupum pabba hans į BMW-lišinu.

Žaš veršur alla vega fróšlegt aš fylgjast meš žessu mįli og sjį mįlavöxtu. Kannski er ég aš gera hlut Piquet ķ mįlarekstrinum of mikinn. Kannski er bara Max Mosley aš reyna aš klekkja į fjandmanni sķnum, Renaultstjóranum Flavio Briatore. Hśn er svon undarleg pólķtķkin sem Mosley hefur rekiš aš mašur getur ekki lįtiš neitt koma sér į óvart śr žeirri įtt.

Ķ žessu sambandi mį minnast žess, aš Mosley fékk McLarenlišiš dęmt ķ 100 milljóna dollara sekt og śtstrikunar śr stigakeppni įriš 2007 fyrir aš ķ fórum lišsins fundust tęplega 800 sķšur af gögnum sem starfsmašur hjį Ferrari hafši laumaš til ašalhönnušar McLaren. Žaš tókst ekki aš sanna aš gögnin hefšu veriš notuš McLaren til framdrįttar, eins og lišiš var įkęrt fyrir ķ upphafi. Žar var dęmt į ętlušum lķkum į aš hęgt hefši veriš aš notfęra sér gögnin. 

Vonandi veršur ekki framiš annaš eins dómsmorš ķ žessu mįli.

Įgśst Įsgeirsson, 8.9.2009 kl. 18:29

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband