Mánudagur, 27. júlí 2009
Fyrsti sigur KERS-bíls
Margs konar tímamót urđu í ungverska kappakstrinum önnur en ţau ađ ţar keppti yngsti ökuţór sögunnar, Jamie Alguersuari hjá Toro Rosso. Telst ţar međal annars til tíđinda ađ ţar vann bíll búinn KERS-búnađi sigur í fyrsta sinn; silfurör McLaren en undir stýri sat Lewis Hamilton.
Reyndar var KERS-bíll einnig í öđru sćti, eđa Ferrarifákur Kimi Räikkönen og líka í ţví fimmta, en ţar var á ferđ Heikki Kovalainen hjá McLaren. Er ţađ langbesta útkoma KERS-bíla í ár.
Ţetta var tíundi mótssigur Hamiltons en nefna má, ađ jafn marga sigra unnu Englendingurinn James Hunt, Svíinn Ronnie Peterson, Suđur-Afríkumađurinn Jody Scheckter og Gerhard Berger sá austurríski.
Tveir breskir ökuţórar hafa ţar međ unniđ sigur í ár, Hamilton og Button. Ţađ hefur ekki gerst frá 1999 er Eddie Irvine, David Coulthard og Johnny Herbert unnu allir mót.
Fernando Alonso hjá Renault hóf keppni af ráspól í fyrsta sinn frá í ítalska kappakstrinum í Monza 2007. Var ţetta 18 ráspóll hans en jafnmarga unnu á sínum tíma ţeir Mario Andretti frá Bandaríkjunum og Frakkinn Rene Arnoux.
Ţrír ökumenn skiptust á forystu í Hungaroring í gćr, Alonso, Hamilton og Kovalainen. Enginn ţeirra hafđi veriđ í ţeirri stöđu fyrr á vertíđinni í ár.
Jenson Button hjá Brawn hefur veriđ í forystu meira en tvöfalt fleiri hringi en nokkur annar í ár. Ţó hefur hann aldrei veriđ í forysta í síđustu ţremur mótum.
Button hefur unniđ stig í öllum mótum ársins en sjöunda sćtiđ í gćr er hans versti árangur í ár.
Mark Webber hjá Red Bull átti hrađasta hringinn í Hungaroring. Er ţađ í fyrsta sinn á ferlinum sem hann nćr ţeim áfanga. Skipar hann sér á bekk međ 115 öđrum ökumönnum sem sett hafa hrađasta mótshring í 60 ára sögu formúlunnar.
Vegna fjarveru Felipe Massa af völdum meiđsla í tímatökunum á laugardag tóku ađeins 19 bílar ţátt í kappakstrinum í gćr. Fćrri hafa ekki veriđ á rásmarkinu frá í bandaríska kappakstrinum áriđ 2005 er ţeir voru ađeins sex.
Renault hefur veriđ útilokađ frá nćsta móti, Evrópukappakstrinum í Valencia á Spáni 23. ágúst Álíka gerđist síđast 2005 er BAR-liđiđ var útilokađ frá tveimur mótum.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.