Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Bara að kasta kveðjur
Sæll Ágúst - það er gaman aö líta hér við hjá þér því ekki er umfjöllun annars staðar með neinum sérstöku útflúri. Það vantar pælingar, greinaskrif og að fólk sem virkilega veit tjái sig á opinberum vettvangi um F1. Ekki finnst mér heldur íslenska umfjöllunin um F1 hjá Stöð tvö neitt sérstaklega rismikil - ekki ef við miðum við allt það efni sem í boði er hjá t.d. enskum miðlum. Það er því gaman að líta inn til þín hingað á Formúlubloggið því þar lætur þú ljós þitt skína. En hvað um það - hafðu það gott og gleðilega þjóðhátíð :D, kveðja Ingveldur
Ingveldur (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 16. júní 2008
Formúlubloggari Íslands!
Sæll, þvílíkur hafsjór af fróðleik í hausnum á þér um F1 ;) Alltaf gaman að pistlunum þínum! Þín er sárt saknað úr formúluþáttunum hér á klakanum.... kv.Daníel.
Daníel Hinriksson, mán. 7. apr. 2008
Öfundsverður á nýjum Citroen
Sæll Ásgeir. Ég las með gleði umfjöllun þína um Citroen C5 sem ég hafði aðeins skoðað á heimasíðu Citroen. Ég er á mínum öðrum Citroen, átti 16 TRS fyrir um 20 árum og eignaðist svo C5 fyrir einu og hálfu ári og er forfallinn:) Ég hjó eftir að þú talaðir um nýja loftpúðafjöðrun og svo hefðbundna fjöðrun í díselbílnum. Er vökvafjöðrunin á undanhaldi? Það er það sem gerir bílinn að Citroen. C1-C4 eru ekki Citroen í þeim skilningi. Hefur þú ekki ekið Citroen með vökvafjöðrun áður? Anars verður spennandi að sjá bílinn þegar hann kemur hingað. kv. úr Hafnarfirðinum, Guðni G.
Guðni Gíslason, lau. 29. mars 2008
Takk fyrir að vera bloggvinur !!
Þú manst kannski eftir mér í F1 þáttinn á RUV í den . þar sem ég var þá fystur "íslendinga" að aka F1 bíl og svo var eg með ökuskóla og go kart leigunna ICEKART kv charlie kart
Charles Robert Onken, lau. 15. mars 2008
Sæll vinur
Sæll Gústi, gaman að vera komin í samband við þig aftur. Ég var stuttlega í Frakklandi um daginn, þeas kom til Calais og smábæjar þar rétt vestur af Vissant, en þar vorum við feðgar að búast við Benedikt Hjartarsyni Emsundskappa, sem því miður komst ekki alla leið frekar enn Benedikt Lafleur vinur minn, en við sigldum með fylgdarbátunum þann daginn. Vona að þú hafir það gott þarna í Frakkaríki og vonast til að sjá þig við tækifæri. kær kveðja frá Fróni en ekki kexxverksmiðjunni Fróni, Jón Svavarsson
Jón Svavarsson, þri. 24. júlí 2007
Sarkozy v Royal
Sæll Ágúst Þakka þér gott og efnismikið svar við mínum stuttu hugleiðingum um debattið. Ég er örugglega eins og frönsk blöð litaður af mínum skoðunum en konunni minni fannst hann líka betri og ég tek meira mark á henni. Enn og aftur þakka þér fyrir svarið. Kv Kári
Kári Sölmundarson, fim. 3. maí 2007
Hundleiðinlegur kappakstur
Já þetta var sko hundleiðinlegur kappakstur,það var eins og menn væru bara með fjölskylduna á sunnudagsrúntinum, ekkert að ske. Ég held að Mónakó kappaksturinn geti ekki verið verri en þetta,það hafa oft verið svona smá pústrar þar,menn reint framúrakstur,en í basca dóluðu menn hver á eftir öðrum,lítil spenna í svoleiðis.
Hjörtur Herbertsson (Óskráður), mán. 15. maí 2006