Föstudagur, 22. maí 2009
Útlit fyrir tvísýna og spennandi baráttu
Útlit er fyrir ađ tímatökur Mónakókappakstursins geti orđiđ tvísýnar og spennandi, ef marka má árangur á ćfingunum í gćr, föstudag. Á fyrstu ćfingunni áttu fimm liđ bíl međal sex fremstu og hiđ sama er ađ segja um seinni ćfinguna.
Međ endurkomu sléttra dekkja hafa bílarnir betri rásfestu í og út úr beygjum og til ađ mynda sleikti enginn bíll hin illúđlegu vegriđ sem marka brautina á báđa kanta. Athyglisvert, miđađ viđ fyrri mót, var hversu McLaren og Ferrari létu til sín taka ef skođađir eru tímalistar úr báđum ćfingum.
Ţar kemur ađ einhverju leyti til, ađ liđin tvö brúkuđu KERS-búnađinn sem eykur hröđun út úr beygjum.
Nico Rosberg hjá Williams setti besta tíma dagsins en hann hefur ţađ umfram marga ökuţóra ađ ţekkja Mónakó út og inn. Ţar hefur hans heimili veriđ frá blautu barnsbeini. Rosberg hefur veriđ seigur á ćfingum í ár en síđan veriđ langt undir vćntingum í keppni. Hann var öflugur í kappakstrinum í fyrra og međ mun betri bíl nú ćtti hann á sunnudag ađ geta bćtt fyrir árangursleysiđ í ár.
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton hjá McLaren var međal fremstu á báđum ćfingum og naut sín miklu betur en í nokkru öđru móti ársins. Hann vann kappaksturinn í fyrra og lagnar eflaust til ađ endurtaka ţađ og bćta ţar međ fyrir allskyns óáran framan af vertíđ.
Felipe Massa hjá Ferrari sýndi og gamlan neista međ sókndjörfum akstri á báđum ćfingum. Hann hefur ađeins einu sinni á árinu endađ í stigasćti. Og ćtlar örugglega ađ gera bragarbót ţar á um helgina.
Ekki skil ég neitt í erfiđleikum bćđi BMW og Toyota á ćfingunum. Spurningin er hvort ţeir endurspegli raunverulega stöđu liđanna í brautinni eđa séu villandi? Á ţví fást skýringar í tímatökunum.
ÉG hef ekki minnst á ţá sem mest hafa látiđ á sér kveđa í ár, ökumenn Brawn og Red Bull. Vart ţarf ađ taka fram ađ ţeir verđa allir međ í baráttunni. Og ég lýg ţví ekki, ađ ég hefđi ekkert á móti ţví ađ Rubens Barrichello hjá Brawn fćri međ sigur af hólmi. Einhvern veginn finnst mér hann eiga ţađ inni.
Og loks nefni ég Fernando Alonso hjá Renault. Nái hann góđum tímatökum gćti hann líka gert hiđ ómögulega.
En ţađ er best ađ láta af vangaveltum og bíđa tímatökunnar. Eins og venjulega rćđur hún mestu um endanleg úrslit kappakstursins.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.