Vonandi raunsæi fremur en uppgjöf

Vonandi er það ekki til marks um uppgjöf í ár, á aðeins rúmlega hálfnaðri keppnistíð, að BMW geriri sér ekki lengur vonir um efstu sætin tvö í keppni bílsmiða og ökuþóra. Liðið  kom mun sterkara til leiks og stóð sig betur framan af keppnistíðinni en flestir áttu von á. Átti í fullu tré við Ferrari og McLaren og stefndi í að keppa um efsta sæti við þau í titilkeppni ökumanna og bílsmiða. Og lengi vel var það markmiðið.

Hámarki náði frammistaða BMW í kanadíska kappakstrinum þar sem liðið fagnaði tvöföldum sigri. Tók forystu bæði í keppni ökumanna og bílsmiða. En síðan hefur fjarað undan og ökuþórarnir ekki verið í keppni um fremstu sæti svo heitið getur.  

McLaren komst upp fyrir BMW í keppni bílsmiða í Búdapest en hafði verið á eftir frá og með þrija móti ársins, í Barein. Mercedesliðið hefur nú 10 stiga forskot á BMW. Og forskot Ferrari á BMW er nú 21 stig. Þýska liðið hefur aðeins aflað 20 stiga í síðustu fjórum mótum en var með 10 stig úr móti að jafnaði fram að því, eða í fyrstu sjö mótunum.

Í ljósi slaks gengis að undanförnu segir liðsstjórinn Mario Theissen, að BMW-menn verði líklega að  sætta sig við þriðja sætið í keppni bílsmiða. Önnur lið komast vart í tæri við það, Toyota er í fjórða slti en 45 stigum á eftir.

Líklega er það fyrst og fremst raunsæi sem Theissen mælir svo og vonandi ekki til marks um uppgjöf. Það segir hann reyndar ekki koma til greina. Segir þróun 2008-bílsins verði haldið áfram, en jafnvel hefur verið talið að BMW myndi, í ljósi stöðunnar, setja aukinn kraft í undirbúning næsta árs vegna mikilla breytinga á tæknireglum. 

Theissen segir að hann og hans menn muni ekki sitja með hendur í skauti. Í pípunum séu frekari endurbætur á keppnisbílnum, bæði hvað varðar loftafl og vélræna þætti. Og ófullnægjandi árangur að undanförnu verði ekki þess valdandi að þróun 2008-bílsins verði hætt. 

Það er vel því ekki veitir af að halda áfram spennu í keppninni í formúlu-1. Glati menn hins vegar voninni er ekkert eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er þetta raunsæi, annað væri ekki sanngjarnt gagnvart íþróttinni og liðinu.  Ég vona að liðið hafi bara verið að ná sér niður á jörðina eftir þennan "óvænta" árangur í Kanada, það hafi bara orðið "spennufall" hjá þeim og nú séu þeir búnir að jafna sig og mæti tvíefldir til leiks eftir þetta.

Jóhann Elíasson, 10.8.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband