Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Fáir af sama sauðahúsi
Þá er það staðfest, Coulthard hættir í vertíðarlok. Því er þetta ekki lengur lausafregn. Það er eftirsjá að kappanum sem kom inn sem keppnismaður hjá Williams við dauða Ayrton Senna í maí 1994. Coulthard var þá reynsluökumaður liðsins.
Hann var fljótur að sanna sig og hefur alla tíð verið til fyrirmyndar, heiðarlegur fram í fingurgóma og sanngjarn. Hefur gert meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Viðurkennt manna fyrstur hafi honum orðið á mistök, ekki síst þegar þau hafa bitnað á keppinautunum. Fáir af því sauðahúsi í formúlunni bæði nú sem fyrr.
Coulthard á útleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála, Coulthard var og er einstakur, ég veit ekki um neinn í formúlunni sem er jafn vel þokkaður jafnt af keppinautum sem samstarfsmönnum og eins og þú segir, viðurkennir það ef honum verða á mistök og biðst afsökunar á þeim. Það verður virkileg eftirsjón af honum og kannski fer þar síðasti séntilmaðurinn úr formúlunni?
Jóhann Elíasson, 4.7.2008 kl. 11:58
Hann er flottur, það viðurkennist. Sennilega hefur það verið hans akkilesar hæll hvað hann er heiðarlegur. Ekki nógu Cutthroat mentality fyrir F1
Steinþór Ásgeirsson, 11.7.2008 kl. 09:50
Mikið er þetta hárrétt hjá þér Ágúst. Coulthard er alveg einstakur heiðursmaður í öllu fasi og framkomu, jafnt innan brautar sem utan. Hann er einn af þeim ökumönnum sem ég hef hitt í eigin persónu og það verður mér alltaf eftirminnilegt. Einnig hef ég tvívegis verið á F1 mótum sem hann hefur sigrað (Silverstone 1999 og 2000 á McLaren að sjálfsögðu).
Þú Coulthard sé enn góður þá tel ég algjörlega tímabært að hann dragi sig í hlé. Það er betra að gera slíkt áður en árangur fer mikið að dala. Ég spáði því í upphafi árs að Coulthard, Barichello og Fisichella færu allir þrír á "F1-eftirlaun" nú í árslok. Og ég vona allra vegna að svo verði
gudni.is, 11.7.2008 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.