Biturð Montoya brýst út

Einhver biturð brýst út í þessu samtali við Montoya sem hér er vitnað til. Það geta verið  sannleikskorn í ýmsu sem hann segir. Honum fannst t.d. leiðinlegt að keppa í formúlunni og ekki verður þráttað við hann um það.

En er það nokkuð skrítið að enginn þekki Lewis Hamilton í Bandaríkjunum? Þar er jú ekki keppt í formúlu-1. Svo notuð sé sama hundalógíkk og Montoya brúkar mætti spyrja hvort einhver í Evrópu þekki Kyle Busch, einn af meiri afreksmönnum Nascar?

Svarið er hið sama: Hvaða Kyle?

Auðvitað þekkir nánast enginn í Evrópu hann og ef til vill ekkert alltof margir í Bandaríkjunum. Þar eru aðrar íþróttir miklu hærra skrifaðar en kappakstur þótt vinsæll sé. 

Ég er líklega einn þeirra sem urðu fyrir vonbrigðum með Montoya. Fylgdist með honum sem keppanda í formúlu-3000 og síðar bandarísku systurkeppni formúlu-1, ChampCar. Williams taldi sig hafa ráðið gullmola og vissulega voru tilþrifin stundum skemmtileg. Þrándur í götu hans var skortur á þolinmæði.

Hann segir erfiðara að vinna sig úr 15. sæti í það fyrsta í NASCAR en úr 5.-6. sæti í það fyrsta í formúlu-1. Önnur hundalógíkk hans því hlutfallslega, miðað við fjölda keppenda, er 15. sæti í NASCAR hið sama og fimmta í formúlunni. Og raunar finnst mér fremur fráleitt að bera jafn ólíkar íþróttir og ólíka bíla saman. 

Árin flest sem Montoya keppti í formúlunni voru lið hans tvö á toppnum, fyrst Williams og síðar McLaren. Hann kunni sig hins vegar ekki í þeim aga sem ríkir hjá flestum formúluliðanna, þar var þanþol fyrir tilfinningasemi hans takmarkað. Því var hann rekinn frá McLaren, því miður.

Nú hefur Montoya gengið afleitlega í NASCAR í ár, sumpart vegna upplausnar og tíðra mannaskipta í yfirmannastöðum hjá liðinu. Hafði hann t.d. þrjá mismunandi keppnisstjóra í maí-mánuði. Einn þeirra var honum að skapi en var rekinn. Sauð á endanum á Montoya sjálfum sem krafðist fundar með eiganda liðsins, Chip Ganassi, sem var vinnuveitandi hans einnig í ChampCar. Ganassi tókst að róa Montoya en getur verið að yfirlýsingar hans um formúlu-1 tengist uppsöfnuðu svekkelsi hans yfir slæmu gengi í ár?

Spyr sá sem ekki veit.    


mbl.is „Formúla 1 tóm leiðindi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú segir nokkuð.....mér fannst Montoya frábær F1 ökumaður og sýndi oft flotta takta á móti þáverandi heimsmeistara MS og oft var dæmt þannig að manni bara blöskraði eins og kom einu sinni fyrir sem stendur ennþá fast í manni að brjóta af sér snemma í keppni milli 10 og 20 hring og keyra keppnina nærri til enda og fá síðan svart flagg ! Halló ef menn fá svart flagg hlýtur það að vera þannig brot að það er augljóst eða maður mundi halda það er það ekki ? Montoya var hrakinn úr formúlunni vegna þess að hann virti ekki MS hann keppti við hann eins og hvern annan ökumann setti ekki skottið á milli lappanna þegar það var verið að dæma honum í óvil heldur hélt hann áfram eins og sannur keppnismaður ekki íþróttapólítíkus, en svona er nú mín skoðun á málinu sem þarf ekki að edurspegla annarra skoðanir.

Jón Þ. Sig (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ég er sammála þér, Montoya var skemmtilegur ökumaður og mikill keppnismaður. Það mættu fleiri slíkir vera í formúlunni núna. Og það er rétt, manni fannst hann stundum beittur einkennilegri hörku.

Það sem ég er að setja út á að ofan snýr fyrst og fremst að því sem mér finnst vera einkennileg gagnrýni á formúluna. Í staðinn reynir hann að upphefja NASCAR sem er þó ekki sú alþjóðaíþrótt sem formúla-1 er.    

Ágúst Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 19:53

3 identicon

Já get alveg tekið undir það, en svona til gamans þá er hérna smá video klippa af Montoya og Shuma http://youtube.com/watch?v=l6xwLC9Vlkk&feature=related

Jón Þ. Sig (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 20:41

4 identicon

Sælir

Ég er að hluta til sammála Ágústi. Þegar maður keppir í F1 þarf þolinmæði og samvinnu og Montoya hafði hvorugt. Hann er keppnismaður og leggur í atlögu við hvern með það fyrir augum að sigra sem er kostur en ekki nóg til að keppa í F1. Hann átti góða spretti en það er ekki nóg. Flestir keppendur í F1 eru duglegir og sýna góð tilþrif en bílarnir bjóða ekki alltaf upp á stór afrek. Hann, hins vegar, ók á betri bílum án þess að hafa alla þá kosti sem þarf. Þess vegna var hann látinn fara. Við höfum séð nokkra ökumenn missa sig og líða fyrir það en þeir hætta ekki heldur halda áfram að bæta sig. Það er sem við viljum sjá í F1. Ég er sjálfur Ferrari maður en dugnaður Piquet og Trulli fannst mér standa upp úr í Frakklandi. Finn hins vegar til með Honda-mönnumað vera með svona lélegan bíl eftir gott ár í hitteðfyrra og Heidfeld með svona góðan bíl en gera ekki betur. Seigur hann Kubica sem tínir inn stig í hverri keppni eða eins og Coultard sagði eitt sinn að það er það sem þarf til að verða heimsmeistari. Nú er keppnin tiltölulega jöfn sem eykur spennu í hverri keppni. Áfram Formúla 1.

Hafsteinn Elvar Jakobsson (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 20:51

5 identicon

Montoya látinn fara ? hætti hann ekki sjálfur ? hann ætti nú að eiga nóg af þolinmæði inni þar sem hann notaði hana lítið sem ekkert , og þegar hann sýndi sínar bestu hliðar þá var tekið alltof hart á honum vegna ótta við Ferrari og Shuma og sem Ferrari maður Hafsteinn sem þú segist vera ættir þú nú að vita hvernig Shumi sjálfur lét þegar hann var að byrja ráðast á menn og lemja til þeirra ef HONUM fannst menn ekki sýna sér rétta virðingu innan brautar, þannig að ef Montoya hefði ekki verið hrakinn úr þessu sporti hefðum við kannski fengið að sjá nýjan Shuma ef ekki betri.

Jón Þ. Sig (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 18:45

6 identicon

Það er ekki furða að enginn viti hver Lewis er hér í USA, því það er ekkert fjallað um Formlu í blöðum hér, í Mogganum hér í Kansas (ég er búsettur í Kansas City), þá kemur kannski ein smá yfirlits grein í horninu inní miðju blaði um hvernig síðasta mót var.  Reyndar er umfjöllun á Speed Channel með því betri sem ég hef séð frá þessum mótum þarsem það er nú þeirra maður Peter sem sér um viðtölin eftir keppnir, og hann er alltaf á gólfinu að taka viðtöl á meðan keppni er. Og svo til gamans þá sá ég keppni í ARCA (Nascar) fyrir nokkru hér í Kansas og þar vann Scott Speed, svo hann er líka að gera góða hluti eftir F1.  Annars ég er sammála, hér í USA þá eru það bara Red Necks sem horfa á Nascar og þeim er nákvæmlega sama hvað er gerast annarstaðar í heiminum og jafnvel urður óðir þegar Toyota kom inní Nascar, það væri synd á þessa "All American" íþrótt, segir kannski allt sem segja þarf, það eina sem myndi gera F1 vinsæla hér í USA væri ef Dodge eða GM væri með lið í F1.

Kristjan (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:04

7 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Athyglisvert þetta sem þú segir, Kristján, um hverju það myndi breyta ef stórt bandarískt bílafyrirtæki kæmi inn í formúluna.

Ágúst Ásgeirsson, 29.6.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband