Föstudagur, 23. maí 2008
Útlit fyrir steypiregn og sviptingar í Mónakó
Ţá er komiđ ađ Mónakókappakstrinum og reynist veđurspár réttar gćtu orđiđ miklar sviptingar í keppninni - ţ.e.a.s. verđi öryggisbíllinn ekki látinn aka allan tímann á undan. Ţađ gćti gerst ef steypiregn verđur ţar í samrćmi viđ veđurspár en ţá gćti brautin hreinlega reynst hćttuleg - ekki síst ţar sem öll elektróníkin sem sá um ađ halda bílunum í skefjum undir flestum kringumstćđum er horfin úr bílunum.
Síđasti kappakstur var sá skemmtilegasti á árinu og nú vona ég ađ Mónakó slái hann út. Ţađ eru sem sagt vonir - raunveruleikinn hefur oftast veriđ sá ađ mínu mati, ađ tímatökurnar hafa veriđ ađalatriđiđ í Mónakó og ţađ sem spennan skapast um. Eftir ţćr hafa úrslit kappakstursins nánast veriđ ráđin og hann nćstum ţví formsatriđi.
Mér hefur reyndar lengi fundist tóm tjara ađ keppa í Mónakó; ţađ stangast eiginlega á viđ allt og allt í formúlunni - öryggiskröfur o.ţ.h. - ađ halda úti móti ţar. Sagan og hefđin er furstadćminu hliđholl og forsprakkar formúlunnar vilja geta nuddađ sér utaní hina eđalbornu ţar sem víđar. Og skemmt sér og djammađ um borđ í snekkjum auđjöfra eđa blandađ geđi viđ frćga kvikmyndafólkiđ sem skreppur til Mónakó frá grannbćnum Cannes. Á engum árstíma öđrum og á engum öđrum jarđarbletti er athyglissótthitinn jafn hár og í jafn mörgum og ţessa helgi í Monte Carlo.
Stundum fć ég á tilfinninguna ađ glys og glamúr skipti meira máli en íţróttin á formúluhelginni í Mónakó. Ţađ finnst mér miđur - en ţađ verđur bara ađ hafa ţađ og vera ekkert ađ ergja sig frekar á ţví en orđiđ er!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.