Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Dennis vikið úr starfi liðsstjóra McLaren?
Ron Dennis hefur verið knúinn til að taka pokann sem liðsstjóri McLaren. Við starfi hans tekur framkvæmdastjóri liðsins, Martin Whitmarsh. Frétt í þessa veru flytur spænska blaðið Marca í dag og ég verð að segja að fyrstu viðbrögð mín eru að taka henni ekki sem nýju neti.
Blaðið tók harða afstöðu gegn Dennis og McLaren í fyrra vegna meðferðar á Fernando Alonso. Það segir Mercedes-Benz hafa knúið Dennis til að standa upp af stóli sínum. Félagið á stóran hlut í liðinu og mun að sögn blaðsins afar óánægt með hvernig hann hélt á njósnamálinu í fyrra sem kostaði liðið háar sektir og heimsmeistaratitla.
Blaðið segir að senn verði tilkynnt um breytingar á högum Dennis með fréttatilkynningu. Honum verði fengið nýtt hlutverk en því mun ekki fylgja ákvörðunarvald í mikilvægum málum McLaren.
Dennis á 15% í McLaren.
Athugasemdir
Já þetta eru svolítið sérstakar fréttir? Það er skrýtið finnst mér ef þetta er satt að þetta skuli ekki vera komið í fréttir á virtum F1 heimsfjölmiðlum?
Dennis kallinn var m.a. að skilja við konuna sína til 22ja ára Lisu Dennis fyrr í þessum mánuði (15. febr), þannig að ýmislegt er að gerast. Ég bíð eftir frekari fréttum af þessu. Dennis hefur stundum verðir umdeildur og erfiður í starfi sínu en að mínu mati þá hefur hann staðið sig mjög vel að mestu leyti.
gudni.is, 27.2.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.