Aðsókn dvínar ekki þótt Schumacher sé hættur

Það þótti mikill missir fyrir Þjóðverja er Michael Schumacher hætti keppni í formúlu-1. Búist var við að áhugi á formúlunni myndi dvína hér í Þýskalandi. Raunin er önnur því aðsókn að kappakstrinum í Nürburgring um helgina, miðað við forsölu aðgöngumiða, virðist ætla að verða meiri en nokkru sinni fyrr.Sala aðgöngumiða í forsölu í byrjun vikunnar var orðin 12% meiri en nokkru sinni áður. Skýrist það að hluta til af því, að í ár og í framtíðinni fer aðeins einn kappakstur fram í Þýskalandi ár hvert í stað tveggja undanfarin ár. Munu Nürburgring og Hockenheim skiptast á að halda mót annað hvert ár. Meðal áhorfenda í ár verður tæplega 40 manna hópur Íslendinga sem sækir mótið á vegum ferðaskrifstofunnar Ísafold. Þrátt fyrir að vera hættur keppni mun Schumacher þó verða viðstaddur keppnina í Nürburgring. Honum til heiðurs hefur fyrsti beygjuhlekkur brautarinnar verið nefndur eftir honum, svonefnt „Schumacher-S“. Mun hann setjast undir stýri og „vígja“ beygjuna með sérstökum hring í brautinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband