Įvaxtaši pundiš vel śt į Hamilton

Gręšir śt į HamiltonBreskur mašur hlęr vķst alla leiš ķ bankann, eins og žeir segja žar ķ landi, žegar menn hafa grętt vel. Hann lagši 200 pund undir fyrir 9 įrum og vešjaši į aš Lewis Hamilton ętti eftir aš vinna sigur ķ kappakstri ķ formślu-1 įšur en hann yrši 23 įra.

Vešmįliš įtti sér staš įriš 1998 eftir aš sonur mannsins tapaši fyrir Hamilton ķ körtukappakstri ķ Stevenage ķ Kent įriš 1998. Žį var Lewis ašeins 13 įra en farinn aš lįta verulega aš sér kveša ķ kappakstri į körtum.

Mašurinn, sem er ótilgreindur, labbaši sér inn į vešmįlastofu Ladbrokes og spurši hvort hęgt vęri aš vešja į Hamilton sem sigurvegara ķ formślu-1 ķ framtķšinni. Žaš var ekki vandamįl og vešmangarinn bauš honum žį og žegar aš hann fengi 200 pund til baka fyrir hvert sem hann legši undir į aš Hamilton yrši oršinn mótssigurvegari ķ formślu-1 innan viš įratug sķšar.

Mašurinn slengdi 200 pundum į boršiš og menn žekkja eftirleikinn. Hann hefur fengiš 40.000 pund borguš śt, stašfestir Ladbrokes.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband