Miðvikudagur, 2. ágúst 2006
Schumacher tekur fjölskylduna fram yfir formúluna
Fréttir að undanförnu um framtíð Michaels Schumacher þykja mér fremur undarlegar. Og ef eitthvað er fá þær mig til að halda að hann hafi ákveðið að hætta keppni í vertíðarlok. Hann hafi loks ákveðið að velja fjölskylduna fram yfir formúluna. Ég er eiginlega orðin sannfærður um það!
Umboðsmaðurinn Willy Weber segist nú hafa ráðlagt Schumacher að hætta í ár. Að því tilskyldu reyndar að hann vinni heimsmeistaratitil ökuþóra. Nú á því eru líkur að hann vinni titilinn. En hvers vegna í ósköpunum liggur Weber svo mjög á að tjá sig um þessa ráðgjöf. Hann hefur elt hverja fréttastofuna á fætur annarri og hvern fjölmiðilinn á fætur öðrum undanfarið og sagt frá því hvað hann hefur lagt til við sinn mann.
Til hvers?
Hvaða máli skiptir það hvað einhver 64 ára þýskur karl hefur ráðlagt Michael Schumacher? Og það þótt hann sé umboðsmaður hans og fái 20% í sinn vasa af allri þénustu Schumacher? Mig varðar ekkert um hvað Weber ráðleggur Schumacher. Bara hvað Schumacher ætlar að gera.
Auðvitað veit Weber nú hvað Schumacher ætlar að segja í Monza eftir tæpan mánuð. Þar ætlar hann að segja hvort hann keppi áfram fyrir Ferrari eða ekki. Ég fæ ekki séð annað en Weber sé að undirbúa jarðveginn. Schumacher sé ákveðinn í að hætta. Vegna þess hversu hann hefur saxað á Fernando Alonso í keppninni um ökuþóratitilinn eru einhverjar líkur á að Schumacher hreppi titilinn. Þess vegna heldur Weber að þetta sé sniðugt útspil hjá sér. Mér finnst það hins vegar engu skipta. Og ef eitthvað er má halda því fram að Weber sé að reyna að draga athyglina að sjálfum sér. Jafnvel á kostnað Schumacher.
Michael Schumacher hefur marglýst því yfir að hann muni hætta keppni þegar fram koma ökuþórar sem leggja hann að velli. Hann stóð reyndar ekki við það í fyrra. Þá hafði hann ósköp lítið í bæði Alonso og Kimi Räikkönen að gera. Hann sagði og í janúar á þessu ári að legði Ferrari honum ekki til sigurbíl í ár myndi hann hætta í vertíðarlok. Með öðrum orðum sagðist hann hætta ef hann tæki ekki titilinn.
Annars finnst mér Schumacher hafi átt að sleppa því að gefa út að hann muni tilkynna um ákvörðun sína á kappaksturshelginni í Monza 8.-10. september. Nema hann ætli að halda sér áfram. Ætli það dragi nefnilega ekki kjark úr Ferrari ef hann segist þar vera hættur? Enn verða þrjú mót eftir af vertíðinni %u2013 mót þar titilslagurinn gæti átt eftir að ráðast. Og sé hann á því að hætta myndi ég í hans sporum snúa mér út úr málinu og segjast ætla hugsa það áfram! Það er að segja ef enn eru möguleikar í titilslagnum.
En ég er víst ekki Schumacher og hann er vonandi maður til að taka eigin ákvarðanir! Og þarf ekki umboðsmanninn, "herra 20%", til þess að hjálpa sér. Ætli það sé honum ekki nóg að sjá ung börn sín við og við til þess að fyllast þeirri löngun að þurfa ekki að vera hálft árið fjarri þeim? Missa bókstaflega af uppvexti þeirra? Maður sem hefur ekkert að sanna lengur, ekkert að vinna og engu að tapa [nema ærinni við og við eins og nú síðast í Mónakó]??? Hann er jú altjent að komast á miðjan aldur hvað úr hverju.
Verði sigurganga hans stöðvuð um helgina í Búdapest aukast líkurnar á því að hann verði ekki meistari. Til þess verða Alonso og Renault að hysja upp um sig buxurnar. Eða öllu heldur dekkin!
Nú svo er Ross Brawn ákveðinn í að hætta sem tæknistjóri Ferrari í vertíðarlok en á síðustu 15 árum hefur hann verið samverkamaður og tæknistjóri Schumachers í 14. Það styrkir grun minn um að Schumacher sé á förum.
Og svo herma ítalskir fjölmiðlar sem eru í góðu sambandi við "innmúraða" menn í Maranello að Jean Todt ætli að vera eitt ár enn sem liðsstjóri. Skárra væri það, karlinn verður að stýra skútunni meðan nýr maður er að ná tökum á tæknideildinni og nýr ökuþór [lesist Kimi Räikkönen] að taka við hlutverki Schumacher.
Nú þetta verður bara koma í ljós, eins og viðkvæðið er gjarnan. Og þá um leið hvort ég hef rétt fyrir mér varðandi framtíðarpælingar sjálfs Michaels Schumacher. Margir eru mér örugglega ósammála.
Auðvitað skilur hann eftir sig visst tómarúm þegar hann kveður. Rétt eins og allir sem mikið kveður að og menn sem vindar blása um. Og alveg burtséð frá því hvað mönnum kann að finnast um hann.
Umboðsmaðurinn Willy Weber segist nú hafa ráðlagt Schumacher að hætta í ár. Að því tilskyldu reyndar að hann vinni heimsmeistaratitil ökuþóra. Nú á því eru líkur að hann vinni titilinn. En hvers vegna í ósköpunum liggur Weber svo mjög á að tjá sig um þessa ráðgjöf. Hann hefur elt hverja fréttastofuna á fætur annarri og hvern fjölmiðilinn á fætur öðrum undanfarið og sagt frá því hvað hann hefur lagt til við sinn mann.
Til hvers?
Hvaða máli skiptir það hvað einhver 64 ára þýskur karl hefur ráðlagt Michael Schumacher? Og það þótt hann sé umboðsmaður hans og fái 20% í sinn vasa af allri þénustu Schumacher? Mig varðar ekkert um hvað Weber ráðleggur Schumacher. Bara hvað Schumacher ætlar að gera.
Auðvitað veit Weber nú hvað Schumacher ætlar að segja í Monza eftir tæpan mánuð. Þar ætlar hann að segja hvort hann keppi áfram fyrir Ferrari eða ekki. Ég fæ ekki séð annað en Weber sé að undirbúa jarðveginn. Schumacher sé ákveðinn í að hætta. Vegna þess hversu hann hefur saxað á Fernando Alonso í keppninni um ökuþóratitilinn eru einhverjar líkur á að Schumacher hreppi titilinn. Þess vegna heldur Weber að þetta sé sniðugt útspil hjá sér. Mér finnst það hins vegar engu skipta. Og ef eitthvað er má halda því fram að Weber sé að reyna að draga athyglina að sjálfum sér. Jafnvel á kostnað Schumacher.
Michael Schumacher hefur marglýst því yfir að hann muni hætta keppni þegar fram koma ökuþórar sem leggja hann að velli. Hann stóð reyndar ekki við það í fyrra. Þá hafði hann ósköp lítið í bæði Alonso og Kimi Räikkönen að gera. Hann sagði og í janúar á þessu ári að legði Ferrari honum ekki til sigurbíl í ár myndi hann hætta í vertíðarlok. Með öðrum orðum sagðist hann hætta ef hann tæki ekki titilinn.
Annars finnst mér Schumacher hafi átt að sleppa því að gefa út að hann muni tilkynna um ákvörðun sína á kappaksturshelginni í Monza 8.-10. september. Nema hann ætli að halda sér áfram. Ætli það dragi nefnilega ekki kjark úr Ferrari ef hann segist þar vera hættur? Enn verða þrjú mót eftir af vertíðinni %u2013 mót þar titilslagurinn gæti átt eftir að ráðast. Og sé hann á því að hætta myndi ég í hans sporum snúa mér út úr málinu og segjast ætla hugsa það áfram! Það er að segja ef enn eru möguleikar í titilslagnum.
En ég er víst ekki Schumacher og hann er vonandi maður til að taka eigin ákvarðanir! Og þarf ekki umboðsmanninn, "herra 20%", til þess að hjálpa sér. Ætli það sé honum ekki nóg að sjá ung börn sín við og við til þess að fyllast þeirri löngun að þurfa ekki að vera hálft árið fjarri þeim? Missa bókstaflega af uppvexti þeirra? Maður sem hefur ekkert að sanna lengur, ekkert að vinna og engu að tapa [nema ærinni við og við eins og nú síðast í Mónakó]??? Hann er jú altjent að komast á miðjan aldur hvað úr hverju.
Verði sigurganga hans stöðvuð um helgina í Búdapest aukast líkurnar á því að hann verði ekki meistari. Til þess verða Alonso og Renault að hysja upp um sig buxurnar. Eða öllu heldur dekkin!
Nú svo er Ross Brawn ákveðinn í að hætta sem tæknistjóri Ferrari í vertíðarlok en á síðustu 15 árum hefur hann verið samverkamaður og tæknistjóri Schumachers í 14. Það styrkir grun minn um að Schumacher sé á förum.
Og svo herma ítalskir fjölmiðlar sem eru í góðu sambandi við "innmúraða" menn í Maranello að Jean Todt ætli að vera eitt ár enn sem liðsstjóri. Skárra væri það, karlinn verður að stýra skútunni meðan nýr maður er að ná tökum á tæknideildinni og nýr ökuþór [lesist Kimi Räikkönen] að taka við hlutverki Schumacher.
Nú þetta verður bara koma í ljós, eins og viðkvæðið er gjarnan. Og þá um leið hvort ég hef rétt fyrir mér varðandi framtíðarpælingar sjálfs Michaels Schumacher. Margir eru mér örugglega ósammála.
Auðvitað skilur hann eftir sig visst tómarúm þegar hann kveður. Rétt eins og allir sem mikið kveður að og menn sem vindar blása um. Og alveg burtséð frá því hvað mönnum kann að finnast um hann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.