Sunnudagur, 17. júní 2007
Ögurstund hjá Kimi Räikkönen
Bandaríski kappaksturinn er Kimi Räikkönen einkar mikilvægur ætli hann sér að vera lengur með í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra.
Verði hann fjarri verðlaunapalli - en báðir McLarenmennirnir á honum - er hann á góðri leið með að missa af lestinni.
Erfitt gengi McLaren í fyrra og hitteðfyrra eru megin ástæður þess að Räikkönen hélt á vit Ferrari við brottför Michaels Schumacher.
En síðan hefur Ferrari farið aftur í samanburði við McLaren og hann fallið í fjórða sæti, 21 stigi á eftir Hamilton og 13 á eftir Alonso. Takmark Räikkönen hlýtur því að vera að eiga betra mót í Indianapolis en undanförnum þremur. Honum er mikilvægt að ná góðri ræsingu og geta síðan spilað hindranalaust úr keppnisáætlun sinni. Áætlanir ökuþóra í kringum hann koma vitaskuld ekki í ljós fyrr en eftir að stað er komið, hvenær fyrstu þjónustustopp eiga sér stað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.