Metagræðgi?

Jæja, ekki skildi ég alveg tilgang Michaels Schumacher með því að hamast í tímatökunum og þræla þannig að óþörfu út mótorinn nýja sem settur var í bílinn í morgun.

Hefði ekki verið nær að spara hann í keppnina því litlu munar hvort maðurinn hefur keppni í 11., 14. sæti eða aðeins aftar. Það læddist að mér sú hugsun að þarna væri karlinn að reyna slá ráspólamet Ayrtons Senna.

Þegar formúlumetin hafa legið í valnum vegna glæsilegs gengis hans um dagana hefur hann  alltaf neitað því að metaslátta væri eitthvað markmið hjá sér, sagðist aldrei hugsa um tölfræði sem slíka.

En var þetta ekki gönuhlaup í morgun hjá Schumacher? Var það metagræðgi? Hann einn getur svarað því. En þurfti hann eitthvað að læra á brautina eða aðstæður? Það held ég ekki; ekki fremur en liðsfélagi hans sem kaus að spara sína vél.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Jú, jú. Schumacher hefði fengið pólinn. Það er alveg sjálfstæð keppni - sá sem vinnur hana er óumdeildur sigurvegari hennar þótt hann verði af einhverjum öðrum ástæðum færður aftur á rásmarkinu daginn eftir.

Það ýtti svo undir þessar pælingar mínar að sjá Massa spara sinn mótor og aka ekki í tímatökunum. Hann hóf keppni með 7 bíla á milli sín og Schumachers, en varð svo á undan honum.

Ég ætla ekki að halda því fram að þessar vangaveltur mínar séu einhver sannleikur. Þessu laust bara niður í kollinn. Það skiptir engu hvar menn eru í rásröðinni með tilliti til árekstrarhættu. Hún er alls staðar jafn mikil eða jafn lítil, eftir því hvernig orða skal það.

Ágúst Ásgeirsson, 20.3.2006 kl. 08:49

2 identicon

flott blogg takk fyrir það.
Ég var að velta því fyrir mér vegna umræðunar um árangur Michaels Schumacher í tímatökum.
þú varst að tala um að tímatakan væri sér keppni og að hann hefði haldið ráspólnum inni í tölfræðinni í malasíu. Þá finnst mér skítið að það er talað umað hann hafi lent í 14. sæti í tímatöku nni og það sett inní tölfræði um árangur í tímatökum í ár og einnig eftir að hann varð meistari síððast? er ekki einhverjar reglur um þetta sem menn geta farið eftir?

Þorvaldur (IP-tala skráð) 31.3.2006 kl. 10:17

3 identicon

flott blogg takk fyrir það.
Ég var að velta því fyrir mér vegna umræðunar um árangur Michaels Schumacher í tímatökum.
þú varst að tala um að tímatakan væri sér keppni og að hann hefði haldið ráspólnum inni í tölfræðinni í malasíu. Þá finnst mér skítið að það er talað umað hann hafi lent í 14. sæti í tímatöku nni og það sett inní tölfræði um árangur í tímatökum í ár og einnig eftir að hann varð meistari síððast? er ekki einhverjar reglur um þetta sem menn geta farið eftir?

Þorvaldur (IP-tala skráð) 31.3.2006 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband