Mónakó mćtti missa sín!

Button innan um bátana í MónakóSumir segja ađ Mónakó sé gimsteinn í kórónu formúlunnar. Ćtli ţađ sé ekki bara nostalgía ţví ćtli nokkurt kappakstur sé jafn óspennandi á ađ horfa. Eiginlega er nóg ađ fylgjast međ tímatökunum daginn áđur og svo fyrsta hring. Eftir ţađ breytist ekkert. Nema menn geri akstursmistök eđa bíllinn bilar.

Mćtti ég ráđa vćri Mónakó ekki lengur á mótaskránni. Lái mér hver sem vill. Ég efa stórlega ađ mótiđ sé til ađ auka vegsemd formúlunnar. Ţađ er ekki kappakstur í mínum huga, heldur prósessía. Eins og Ron Dennis hjá McLaren stađfesti reyndar međ ţví ađ greina frá ţví ađ hann hafi skipađ ökuţórum sínum - sem voru langt á undan rest - ađ halda stöđu sinni og keppa ekki innbyrđis eftir um ţriđjung mótsins.

Ég vil ţađ harđa keppni um sigur og fyrstu sćti, ađ skjárinn haldi manni međ tonnataki. Allir vita fyrirfram ađ upp á slíkt verđur ekki bođiđ í Mónakó. Ţar sem bílar biluđu ekki og menn gerđu engin mistök - alla vega ekki nógu alvarleg - var röđ fyrstu fjögurra manna í kappakstrinum sú sama og í tímatökunum.  Svona hefur ţetta oftast veriđ.

Stađurinn nýtur sögu og hefđar, ellegar vćri búiđ ađ kippa honum út. Ökuţórarnir hafa örugglega gaman af tilbreytingunni, ađ aka á níđţröngum götunum međ ógnandi vegriđ og veggi í sentímetra fjarlćgđ. Ţađ er alveg hćgt ađ setja sig í spor ţeirra, en sumum ţeirra finnst auglýsingamennskan og glamúrinn í kringum mótiđ ţađ ţrúgandi ađ ţeir flýja bćinn og til fjalla í frítíma!   

Annars voru yfirburđir McLaren athyglisverđir og líklega bíđa margir ţess ađ sjá hvort áframhald verđi á ţví í nćsta móti, Kanadakappakstrinum í Montreal eftir hálfan mánuđ. Ţađ kćmi mér á óvart ţví ţar eru ađstćđur gjörólíkar, ţá njóta straumfrćđilega skilvirkir bílar sín en á slíku var lítil sem engin ţörf í Mónakó, heldur mikil vćngpressa fyrst og fremst.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikiđ er ég sammála ţér. Hef aldrei skiliđ ţetta dálćti á Mónakókappakstrinum. Mađur veit ţađ fyrirfram ţegar mađur sest niđur til ađ fylgjast međ ađ ţađ verđa engin tilţrif og stađan í byrjun er nánast stađan í lokin nema einhver geri stór mistök.

Heiđa (IP-tala skráđ) 6.6.2007 kl. 10:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband