Óspennandi í Barcelona

Upphafið í BarcelonaÉg hef af ásettu ráði beðið í nokkra daga með að blogga um kappaksturinn í Barcelona. Mér finnst hann yfirleitt einn sá jafnleiðinlegasti á árinu og skrifi ég "neikvætt" um formúluna fornemast einn til tveir einstaklingar og halda mig þurfa á meðhöndlun að halda!

Engin breyting varð á þessu síðastliðin sunnudag, eftir fyrstu beygju hefði alveg mátt sleppa því að fylgjast frekar með, eins og oft áður. Eina sem ruglaði röðinni voru bilanir - ekki man ég eftir neinum framúrakstri. Svona hefur þetta verið svo lengi sem ég man eftir.

Kannski er þetta vegna þess að liðin og ökuþórarnir þekkja brautina eins og handarbak sitt vegna alls þróunarakstursins sem þar fer fram og því klikka uppsetningar bílanna aldrei, þær henta alltaf aðstæðum eins og best verður á kosið. Akstursmistök eru vart til vegna kunnugleika keyrenda á Katalóníuhringnum.

Mér fyndist sem sagt allt í lagi að taka Barcelona af mótaskránni og má ég t.d. frekar biðja Bernie Ecclestone að sýna Silverstone vægð. Þótt þar sé flest gamalt og lúið er þó keppnin þar eitthvað fjörlegri og stemmningin.

Menn segja að Mónakókappaksturinn sé leiðinlegur, eftir tímatökurnar sé hann búinn. Í þessu eru sannleikskorn, en þó er hægt að ganga að því fyrirfram vísu að þar ríkir spenna. Óvænt atvik geta gerst sem breyta miklu og þar á ég fyrst og fremst við akstursmistök ökuþóra. Þess vegna fylgist maður yfirleitt spenntur með.

Vonandi verður maður ekki fyrir vonbrigðum tvær mótshelgar í röð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband