Uppgjöf Fisichella ótímabær

Fisichella vantrúaður á RenaultinnRómanskt ráðleysi var það fyrsta sem mér datt í hug er ég sá að Giancarlo Fisichella hjá Renault væri búinn að gefast upp eftir aðeins þrjú mót. Maðurinn sem fyrir tveimur mánuðum ætlaði að verða heimsmeistari ökuþóra í ár. Og enn eftir 14 mót og keppninni lýkur ekki fyrr en eftir rúma fimm mánuði, seint í október.   

Ég botna bókstaflega ekkert í því að jafn reyndur ökuþór skuli gripinn slíku vonleysi löngu fyrir tímann. Vissulega er Renaultliðið ekki svipur hjá sjón miðað við undanfarin tvö ár er það vann bæði titil ökuþóra og bílsmiða.

Keppnin í formúlu-1 er eins og langhlaup, það eru ekki endilega þeir sem eru fyrstir eftir tvo kílómetra sem verða fyrstir í mark eftir 10 km. Þess vegna þýðir ekkert annað en berjast vertíðina út í gegn. Til síðasta blóðdropa. Þetta er ekki spurning um raunsæi, heldur ákveðni og vilja, jafnvel svolitla sálfræði því væl í ökuþór getur smitað frá sér og dregið kjark úr öðrum liðsmönnum. Til hvers eiga þeir að fórna sér nótt sem nýtan dag ef ökuþórinn er búinn að gefast upp?

Renault í kröppum dansiÞetta segir mér að Fisichella eigi ekki að fá fleiri tækifæri hjá Renault en út þetta ár. Liðið þarf aftur að næla í harðnagla og baráttumenn. Keppnismenn á borð við Fernando Alonso.  

Það er hins vegar rétt hjá Fisichella að úr því sem komið er - og verði ekki verulegar breytingar til hins betra í næstu tveimur til þremur mótum - ætti Renault að einbeita sér fremur að hönnun og þróun keppnisbíl næsta árs í stað þess að eyða miklum kröftum í að betrumbæta núverandi bíl, sem hann segir andvana fæddan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband