Vandi Toyota heldur áfram

Lengi vel virtist Toyota ætla að komast vel frá Evrópukappakstrinum í Nürnburgring um helgina. En það er ekki nóg að vera famarlega í byrjun, það er röðin í mark sem telur. Markmið liðsins var að vinna mótssigur í ár. Ekki virðast horfur á því ýkja miklar nú er svo gott sem þriðjungur vertíðar er að baki.

 

Jarno Trulli byrjaði keppni sjöundi og Ralf Schumacher 11. Um skeið voru þeir nokkrum sætum framar eftir að keppnin hófst. Á endanum kláraði Trulli utan stiga og er það níunda mótið í röð sem hann fer heim stigalaus. Er það svipaður árangur og varð til þess að hann var látinn fara frá Renault 2004.

 

Ralf virtist ætla að verða í sjötta sæti í 150. mótinu sínu. Mótorinn sprakk hins vegar er stutt var eftir. Hann hafði lokið öllum mótum ársins fram að þessu. Hann vann Evrópukappaksturinn á Williamsbíl árið 2003 en hefur ekki komist á mark í Nürburgring síðan.

 

Vonandi er að hagur strympu batni og Toyota láti fastar að sér kveða. Miðað við það sem það hefur lagt í sölurnar hlýtur sá dagur að koma að það uppskeri vel.    

 

Red Bull átti ekki heldur góðan dag. Í þriðja sinn í síðustu fjórum mótum féllu báðir bílar liðsins úr leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband