Hörmuleg helgi hjá Williams

 Kappaksturshelgin síðasta var ein sú hörmulegasta fyrir Williamsliðið þótt Nico Rosberg bjargaði miklu með því að klára keppni í sjöunda sæti eftir að hafa startað aftastur. Félagi hans Mark Webber féll úr leik í þriðja sinn í fjórum mótum.

Williams neyddist til að skipta um mótor í báðum bílum fyrir tímatökurnar. Vegna vítis sem því fylgdi hófu Webber og Rosberg keppni í 20. og 22. sæti. Aftar hafa þeir ekki verið á rásmarki frá því í bandaríska kappakstrinum í Watkins Glen árið 1975.

 Í það skipti hófu Jacques Laffite og Lella Lombardi keppni í 21. og 24. sæti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband