Ágúst Ásgeirsson
Ágúst Ásgeirsson hefur um margra ára skeið verið einn helsti sérfræðingur landsins í Formúlu 1 og skrifað um keppnina í Morgunblaðið, komið fram í sjónvarpi og séð um Formúluvef mbl.is. Ágúst er ÍR-ingur, margverðlaunaður langhlaupari á árum áður og keppti á Ólympíuleikunum 1976. Hann býr nú í Frakklandi og vinnur að ritun sögu Íþróttafélags Reykjavíkur.