Úðarakerfi á formúlubrautir

Kínakappaksturinn í dag var öldungis frábær. Maður þurfti á öllum skilningarvitum að halda til að fylgjast með öllu því sem átti sér stað á brautinni. Þökk sé skúraveðrinu. Það er eiginlega bráðnauðsynlegt að hann rigni - næstbesta mót ársins er Melbourne en þar hjálpaði rigning líka til.

Þess vegna hef ég verið að velta því fyrir mér í dag hvort ekki eigi að koma upp úðarakerfi við formúlubrautirnar svo hægt sé að framkalla rigningarástand þegar náttúran sér ekki sjálf um það. Mótin yrðu einfaldlega miklu fjörlegri - og þar með skemmtilegri.

Úðunarkerfi kostar lítið, það er góð reynsla fengin á þau í t.d. stórvirkum landbúnaði, já eða sem brunavarnarkerfi í stórum stofnana- og verksmiðjubyggingum. Snjallir forritarar gætu búið til nokkur prógröm til að tölvustýra úðuninni. Keppnisstjórinn ákvæði hverju sinni - til dæmis með útdrætti - hvaða rigningarprógramm yrði notað í það og það skiptið.

Prógrömmin þyrftu að innihalda breytileika í veðráttunni eins og í dag. Að minnsta kosti tvær skúrir, misjafnlega langar, svo að við fengjum dekkjaskipti og fleiri taktísk útspil sem oftast á þeirri rúmlega hálfri annarri klukkustund sem keppnin stendur.

Ég er á því að kappaksturinn í dag hafi verið mót aldarinnar. Gott væri að heyra ef einhver er andvígur því - og nefni þá mót sem verið hafa betri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi hugmynd er alveg frábær! Ég ekki nefnt neitt annað mót skoðanir okkar hafa alveg fallið saman í formúlunni og það er engin breyting þar á í dag í það minnsta.  Ég hef saknað þess að þú hefur verið lítið á blogginu en þá verður bara ánægjulegra þegar þú loksins kemur aftur.

Jóhann Elíasson, 18.4.2010 kl. 20:04

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þakka þér, Jóhann. Það stendur til bóta að blogga meira. Ég er mjög ánægður með vertíðina, varð reyndar fyrir vonbrigðum með fyrsta mót en sem betur fer var það alls ekki forsmekkur að því sem koma skyldi. Vonandi helst fjörið áfram, ég hef enga trú á öðru.

Ágúst Ásgeirsson, 19.4.2010 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband